5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Meistaradeild Evrópu: Chelsea og Bayern Munchen áfram í 8-liða úrslit

Skyldulesning

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea og Bayern Munchen komust áfram í 8-liða úrslit um með sigrum í kvöld. Um var að ræða seinni viðureignir liðanna í einvígi.

Chelsea tók á móti Atletico Madrid á Stamford Bridge í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 útisigri Chelsea. Svipað var uppi á teningnum í kvöld.

Hakim Ziyech kom Chelsea yfir með marki á 34. mínútueftir stoðsendingu frá Timo Werner.

Það var síðan Emerson sem innsiglaði 2-0 sigur Chelsea, sem vinnur einvígið samanlagt 3-0, með marki í uppbótartíma. Chelsea er því komið áfram í 8-liða úrslit.

Á Allianz Arena í Bæjaralandi, tóku heimamenn í Bayern Munchen á móti ítalska liðinu Lazio. Fyrri leikur liðanna endaði með 4-1 útisigri fyrir Bayern Munchen og því var það formsatriði fyrir þá að klára leik kvöldsins.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 73. mínútu þegar að Choupo-Moting tvöfaldaði forystu Bayern með marki eftir stoðsendingu frá David Alaba.

Marco Parolo, minnkaði muninn fyrir Lazio með marki á 82. mínútu en nær komust gestirnir ekki.

Bayern Munchen er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með samanlögðum 6-2 sigri úr einvíginu.

Dregið verður í 8-liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn.

Þau lið sem verða í pottinum eru:


Dortmund


Liverpool


Manchester City


Paris


Porto


Real Madrid


Chelsea


Bayern Munchen

Chelsea 2 – 0 Atletico Madrid (Samanlagt 3-0 sigur Chelsea) 


1-0 Hakim Ziyech (’34)


2-0 Emerson (’90+4

Bayern Munchen 2 – 1 Lazio (Samanlagt 6-2 sigur Bayern) 


1-0 Robert Lewandowski (’33, víti)


1-1 Choupo-Moting (’73)


2-1 Marco Parolo (’82)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir