6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Meistaradeild Evrópu: Dökkt yfir Barcelona – Chelsea vann nauman sigur á Zenit

Skyldulesning

Sex leikjum lauk nýlega í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

E-riðill

Barcelona 0-3 Bayern Munchen

Bayern Munchen heimsótti Barcelona og vann auðveldan sigur.

Thomas Muller kom gestunum yfir á 34. mínútu með skoti sem hafði viðkomu í Eric Garcia og breytti um stefnu á leið í markið.

Robert Lewandowski tvöfaldaði forystu Bayern á 56. mínútu. Jamal Musiala skaut þá í stöngina og Pólverjinn fylgdi eftir.

Lewandowski var aftur á ferðinni með mark á 85. mínútu. Aftur var hann mættur til að fylgja eftir skoti sem fór af stönginni. Serge Gnabry átti það.

Lokatölur 0-3. Afar einfalt fyrir Bayern gegn döpru liði Barcelona.

Dynamo Kyiv 0-0 Benfica

F-riðill

Villarreal 2-2 Atalanta

Villarreal og Atalanta gerðu markajafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Remo Freuler kom gestunum yfir strax á 6. mínútu. Skömmu fyrir leikhlé jafnaði Manuel Trigueros metin fyrir Evrópudeildarmeistara Villarreal.

Heimamenn komust svo yfir á 73. mínútu með marki frá Arnaut Danjuma. Tíu mínútum síðar jafnaði Roben Gosens, lokatölur 2-2.

G-riðill

Lille 0-0 Wolfsburg

H-riðill

Chelsea 1-0 Zenit

Chelsea byrjar Meistaradeildartímabilið sitt á sigri á heimavelli. Andstæðingur kvöldsins var Zenit.

Það tók heimamennn dágóðan tíma að brjóta niður vörn Rússanna. Það tókst þó á 69. mínútu þegar Romelu Lukaku skoraði eftir fyrirgjöf Cesar Azpilicueta. Lokatölur 1-0.

Malmö 0-3 Juventus

Juventus vann öruggan sigur á Malmö í Svíþjóð.

Alex Sandro kom þeim yfir um miðjan fyrri hálfleik. Paulo Dybala bætti við marki af vítapunktinum í lok fyrri hálfleiks.

Í uppbótartíma hans gerði Alvaro Morata svo út um leikinn með marki.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik, lokatölur 0-3.

Romelu Lukaku og Jorginho fagna marki þess fyrrnefnda. Mynd/Getty

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir