-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Meistaradeild Evrópu: Leipzig hafði betur í sjö marka leik

Skyldulesning

Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu í kvöld. RB Leipzig vann mikilvægan 3-4 útisigur á Istanbul Basaksehir í H-riðli. Krasnodar vann þá 1-0 sigur á franska liðinu Rennes í E-riðli.

Í Tyrklandi mættust heimamenn í Istanbul Basaksehir og þýska liðið RB Leipzig. Yussuf Poulsen kom Leipzig yfir með marki á 26. mínútu. Nordi Mukiele kom Leipzig síðan í stöðuna 0-2 með marki á 43. mínútu. Irfan Can Kahveci minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik því 1-2 fyrir Leipzig.

Daniel Olmo skoraði þriðja mark Leipzig á 66. mínútu áður en að tvö mörk frá Kahveci á 72. og 85. mínútu jöfnuðu leikinn fyrir Istanbul. Það var þó nægur tími fyrir eitt mark í viðbót, þar var að verki Alexander Sörloth sem tryggði Leipzig stigin þrjú með marki í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Sigurinn kemur Leipzig í 2. sæti riðilsins með 6 stig. Istanbul er í 4. sæti með 3 stig.

Rússneska liðið Krasnodar tók á móti franska liðinu Rennes í E-riðli. Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Þar var að verki Marcus Berg sem tryggði Krasnodar sigur og þrjú stig. Krasnodar situr í 3. sæti riðilsins með 4 stig. Rennes er í 4. sæti með 1 stig.

Istanbul Basaksehir 3 – 4 RB Leipzig 


0-1 Yussuf Poulsen (’26)


0-2 Nordi Mukiele (’43)


1-2 Irfan Can Kahveci (’45+3)


1-3 Daniel Olmo (’66)


2-3 Irfan Can Kahveci (’72)


3-3 Irfan Can Kahveci (’85)


3-4 Alexander Sörloth (’90+2)

Krasnodar 1 – 0 Rennes  


1-0 Marcus Berg (’71)

Innlendar Fréttir