2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Meistaradeild Evrópu: Liverpool tapaði – Bayern áfram í 16-liða úrslit

Skyldulesning

Fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Bayern Munchen vann Salzburg og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá tapaði Liverpool óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta. Lestu um öll úrslit kvöldsins hér.

Bayern Munchen tók á móti Salzburg í A-riðli. Bayern komst í stöðuna 3-0 með mörkum frá Lewandowski og Sané en einnig sjálfsmarki hjá leikmanni Salzbug. Mergim Berisha minnkaði muninn fyrir Salzburg á 73. mínútu en nær komst liðið ekki. Bayern tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með sigrinum. Bayern er í 1. sæti riðilsins með 12 stig. Salzburg er í 4.sæti með 1 stig.

Í hinum leik A-riðils gerðu Atletico Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Atletico er í 2. sæti riðilsins með 5 stig, Lokomotiv Moskva er í 3.sæti með 3 stig.

Ítalska liðið Inter tapaði fyrir Real Madrid á heimavelli í B-riðli. Eden Hazard kom Real yfir með marki á 7. mínútu og Rodrygo innsiglaði síðan 0-2 sigur Real með marki á 59. mínútu. Arturo Vidal, leikmaður Inter, var rekinn af velli á 33. mínútu. Real er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 7 stig, Inter er í vandræðum í 4.sæti riðilsins með 2 stig.

Í C-riðli tók franska liðið Marseille á móti portúgalska liðinu Porto í leik sem endaði með 0-2 sigri gestanna. Zaidu Sanusi og Sergio Oliveira, skoruðu mörk Porto sem er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 9 stig. Marseille er í 4. sæti án stiga.

Liverpool tapaði óvænt 0-2 á heimavelli fyrir ítalska liðinu Atalanta í D-riðli. Josip Illicic kom Atalanta yfir með marki á 60. mínútu og Robin Gosens innsiglaði síðan sigur liðsins. Liverpool er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 9 stig. Atalanta er í 3.sæti með 7 stig.

Í hinum leik D-riðils vann hollenska liðið Ajax 3-1 sigur á danska liðinu FC Midtjylland. Mikael Neville Anderson, leikmaður FC Midtjylland og U-21 árs landsliðs Íslands, kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í stöðunni 3-0. Ajax er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 7 stig. FC Midtjylland er í 4. sæti án stig

A-riðill


Atletico Madrid 0 – 0 Lokomotiv Moskva 

Bayern Munchen 3 – 1 Salzburg 


1-0 Robert Lewandowski (’43)


2-0 Maximilian Woeber (’52, sjálfsmark)


3-0 Leroy Sane (’68)


3-1 Mergim Berisha (’73)

B-riðill


Inter 0 – 2 Real Madrid 


0-1 Eden Hazard (‘7)


0-2 Rodrygo (’59)

C-riðill 


Marseille 0 – 2 FC Porto 0-1 Zaidu Sanusi (’39)


0-2 Sergio Oliveira (’72)

D-riðill


Ajax 3 – 1 FC Midtjylland 


1-0 Ryan Gravenberch (’47)


2-0 Noussair Mazraoui (’49)


3-0 David Neres (’67)


3-1 Awer Mabil (’81)

Liverpool 0 – 2 Atalanta


0-1 Josip Ilicic (’60)


0-2 Robin Gosens (’64)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir