6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Skyldulesning

Tveimur leikjum er lokið í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Olympiacos og Gladbach vann stórsigur á Shakhtar Donetsk.

Í C-riðli tók gríska liðið Olympiacos á móti Manchester City. City dugði sigur til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum og leikmenn liðsins sáu til þess að svo yrði. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36.mínútu eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling.

City er eftir leikinn í 1. sæti C-riðils með 12 stig. Olympiacos er í 3.sæti með 3 stig.

Í Þýskalandi unnu heimamenn í Borussia Mönchengladbach 4-0 stórsigur á Shakhtar Donetsk frá Úkraínu. Lars Stindl kom Gladbach yfir með marki úr vítaspyrnu á 17. mínútu. Nico Elcedi tvöfaldaði síðan forystu heimamanna með marki á 34. mínútu.

Breel Embolo skoraði síðan þriðja mark Gladbach á 45. mínútu og Oscar Wendt innsiglaði 4-0 sigur heimamanna með marki á 77. mínútu.

Gladbach er eftir leikinn í 1. sæti B-riðils með 8 stig. Shakhtar er í 2. sæti með 4 stig.

C-riðill


Olympiacos 0 – 1 Manchester City 


0-1 Phil Foden (’36)

B-riðill


Borussia Mönchengladbach 4 – 0 Shakhtar Donetsk 


1-0 Lars Stindl (’17, víti)


2-0 Nico Elcedi (’34)


3-0 Breel Embolo (’45)


4-0 Oscar Wendt (’77)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir