2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Meistaradeildin: PSG sló Íslendingalið Bayern út í hörkuleik

Skyldulesning

Æsispennandi leik var að ljúka í Meistaradeild Evrópu kvenna er Bayern Munchen og PSG áttust við í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum.

Parísarliðið vann fyrri leikinn í Þýskalandi 2:1 og því verk að vinna fyrir Íslendingalið Bayern á Parc Des Princes í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir byrjaði leikinn fyrir Bayern í hjarta varnarinnar ásamt Saki Kumagai. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörðurinn ungi, byrjaði leikinn á bekknum en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki með eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.

Sandy Baltimore kom PSG í forystu á 17. mínútu en japanski miðvörðurinn Kumagai jafnaði metin fyrir Bayern þegar hún skallaði boltann í netið tveimur mínútum síðar. Meira var ekki skorað í fyrri hálfleik og staðan 1:1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Klara Bühl kom Bayern yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bühl fékk boltann á vinstri vængnum og keyrði í átt að marki PSG en skot hennar hafði viðkomu í leikmann og fór þaðan í netið og staðan í einvíginu orðin jöfn, 3:3.

Hörkubarátta var inn á vellinum en hvorugu liði tókst að bæta við marki í venjulegum leiktíma og leikurinn í framlengingu.

Ramona Bachmann kom PSG yfir með lúmsku skoti í seinni hluta framlengingu og þar við sat, lokatölur í einvíginu 4:3 PSG í vil sem fylgir Barcelona í undanúrslit en Glódís Perla og félagar í Bayern sitja eftir með sárt ennið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir