2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Meistaradeildin: Villareal sló út Bayern í Þýskalandi

Skyldulesning

Villareal er komið í undanúrslit meistaradeildarinnar í aðeins annað skipti í sögu félagsins eftir 1-1 jafntefli gegn Bayern Munchen í kvöld.

Villareal vann fyrri leikinn í átta liða úrslitunum á Spáni með einu marki gegn engu og stóð af sér stórsókn Bayern í fyrri hálfleik liðanna í kvöld.

Robert Lewandowski braut svo ísinn þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir sendingu Thomas Muller.

Bayern hélt áfram að sækja og Villareal lá til baka og beitti skyndisóknum og þannig kom einmitt sigurmarkið. Giovani Lo Celso gaf sendingu inn fyrir vörn Bayern manna á Gerard Moreno sem fann Samuel Chukwueze á fjærstönginni.

Chukwueze sem hafði komið inn á sem varamaður fjórum mínútum áður afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Manuel Neuer í markinu á 88. mínútu og sendi Villareal í undanúrslit.

Viðureign Real Madrid og Chelsea fór í framlengingu en staðan þar er jöfn í einvíginu 4-4. Chelsea komst í 3-0 í Madríd áður en Rodrygo munnkaði muninn í 3-1 og jafnaði þar með metin í einvíginu þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir