7 C
Grindavik
2. mars, 2021

Meistararnir í banastuði á Anfield

Skyldulesning

Liverpool jafnaði Tottenham að stigum í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar Wolves kom í heimsókn á Anfield í Liverpool í kvöld.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Liverpool sem leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik.

Mohamed Salah kom Liverpool yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar hann hirti boltann af Conor Coady, varnarmanni Wolves, og renndi honum svo snyrtilega fram hjá Rui Patrício í marki Wolves.

Georginio Wijnaldum bætti við öðru marki Liverpool á 59. mínútu með frábæru skoti, rétt utan teigs, eftir að Jordan Henderson hafði sett hann í gegn.

Joel Matip bætti við þriðja marki Liverpool með hörkuskalla úr markteignum eftir fyrirgjöf Mohamed Salah og það var svo Nelson Semedo sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 78. mínútu og þar við sat.

Liverpool er með 24 stig í efsta sæti deildarinnar, líkt og Totteham, en Tottenham er með betri markatölu.

Wolves er í tíunda sætinu með 17 stig, tveimur stigum frá Evrópusæti.  

Innlendar Fréttir