meistararnir-med-nauman-sigur

Meistararnir með nauman sigur

Fótbolti

Koke fagnar með Antoine Griezmann.
Koke fagnar með Antoine Griezmann. EPA-EFE/Juanjo Martin

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman eins marks sigur á Rayo Vallecano í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom fyrirliði gestanna, Koke, þeim yfir eftir góðan undirbúning João Félix.

Reyndist það eina mark leiksins og vann Atl. Madríd mikilvægan 1-0 sigur. Lærisveinar Diego Simeone eru sem stendur í 3. sæti La Liga með 54 stig eftir að hafa spilað 29 leiki. Sevilla er sæti ofar með tveimur stigum meira og leik til góða.

Börsungar koma svo andandi ofan í hálsmálið á Atlético með 51 stig og tvo leiki til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Posted

in

,

by

Tags: