8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Mendes og fjölskylda fá morðhótanir eftir að Neymar meiddist

Skyldulesning

Thiago Mendes leikmaður Lyon í Frakklandi og fjölskylda hans sitja nú undir morðhótunum eftir leik Lyon við PSG um liðna helgi.

Mendes tæklaði þá hinn verðmæta Neymar sem fór meiddur af velli, meiðslin eru ekki alvarleg en Neymar verður frá um nokkurt skeið.

„Vegna hegðunnar eiginmanns þíns, þá mun það kosta þig og fjölskylduna þína lífið ef þetta er alvarlegt,“ segir í skilaboðum sem Kelly eiginkona hans fékk.

Kelly hefur rætt við fjölmiðla um málið og segist óttast það versta en hótanirnar eru ansi margar sem fjölskyldan hefur fengið til sín.

Lögreglan í Frakklandi er kominn með málið á sitt borð en Mendes og Kelly óttast það versta.

Innlendar Fréttir