1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Mennta­mál og rök­ræður um sótt­varna­að­gerðir á Sprengi­sandi

Skyldulesning

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra verður á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi klukkan tíu í dag. Þar mun hún ræða menntakerfið á tímum kórónuveirufaraldursins, hvernig því verður haldið gangandi og hvernig skal huga að yngri kynslóðinni. 

Páll Sverrisson hefur staðið í deilum við dóms- og stjórnmálakerfið í hartnær tíu ár eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans voru birtar opinberlega. Hann mun ræða málið ásamt Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni þar sem lagalegar hliðar persónuverndar verða í forgrunni.

Þá munu þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skiptast á skoðunum um sóttvarnaaðgerðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Kolbein Óttarsson Proppé þingmann Vinstri grænna.

Einnig verður því velt upp hvort Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verði utangátta eftir kosningar líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði fyrir viku síðan.

Innlendar Fréttir