8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Skyldulesning

Una Guðmundsdóttir, sérlegur matgæðingur DV, býður í dag upp á þennan gómsæta og fallega marengs krans sem lífgar upp á hvert jólaboð. Munum bara jólakúluna okkar – ekki fleiri en tíu manns, sem er einmitt passlegt fyrir þennan krans. 

Þennan mjúka marengs má útfæra á mismunandi vegu, til að mynda er hægt að hafa hann svona eins og ég sýni hér á myndinni, einnig er hægt að setja allskonar ber og ávext á milli hæðanna nú eða kókosbollur svo eitthvað sé neft. Látið hugann reika og töfrið fram fallegan og góðan hátíðareftirrétt!

 4 stk eggjahvítur

2 dl sykur

1 tsk vanilludropar

1 peli rjómi

Askja af rifsberjum

150 gr after eight súkkulaði Brætt

Byrjið á að stífþeyta eggjahvíturnar og bætið svo sykrinum rólega saman við í smá skömmtum.

Þegar sykurinn er uppleystur er vanilludropunum bætt saman við og hrært varlega í blöndunni.

Setjið marengsblönduna í sprautupoka, ég nota krem stút frá Wilton 2D ( fæst í Hagkaup) til þess að sprauta fallega tvo hringi jafna á bökunarpappír. Mikilvægt er að hringirnir séu jafnir áður en þeir bakast, því þeir leggjast svo saman að lokum með rjómanum.

Bakið hringina í ofni við 150 gráður í um 45 mínútur, takið hringina úr ofninum og leyfið þeim alveg að kólna og harðna aðeins í um 20 mínútur.

Leggið fyrri hringinn á kökudisk, sprautið þeyttum rjóma á milli ásamt bræddu after eight súkkulaði.

Leggið seinni hringinn ofan á, skreytið að ofan með rifsberjum og bræddu after eight súkkulaði.

Geymið kökuna í kæli þangað til að hún er borin fram.

Mynd/Una

Innlendar Fréttir