8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Merk uppgötvun á Hawaii – Getur haft þýðingu fyrir eldfjallaeyjur

Skyldulesning

Ný rannsókn jarðvísindamanna við Hawaii háskóla leiddi í ljós að undir Hawai eru gríðarlegar ferskvatnsbirgðir. Vatnið rennur frá jaðri eldfjallsins Hualalai á Big Island niður í stóra vatnsþró eða vatnsból.

Videnskab.dk skýrir frá þessu.

Ferskvatn á Hawaii er aðallega grunnvatn sem er tekið úr vatnsbólum sem rigning fyllir á. Nýlegar rannsóknir hafa slegið því föstu að miklu meira magn af vatni ætti að vera á Hawaii en það sem er í vatnsbólum, með grunnvatni, miðað við úrkomumagnið á eyjunum. Vísindamenn fundu stóru vatnsþróna með því að nota búnað sem skannar það sem leynist undir yfirborðinu.

Vísindamennirnir segja að ferskvatnsfarvegir neðanjarðar á Hawaii séu um 35 kílómetrar á lengd og innihaldi um 3,5 rúmkílómetra af vatni. Það svarar til 1,4 milljóna ólympíusundlauga.

Þessi uppgötvun getur hafa mikil áhrif fyrir eldfjallaeyjur um allan heim því hugsanlega er hægt að nota sömu aðferð og var notuð á Hawaii til að finna stór vatnsból neðanjarðar og ferskvatnsfarvegi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir