4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Merking orðsins fen, ekki sama orð og mýri.

Skyldulesning

Ranglega hefur orðið Fensalir verið ættfært og Fenrisúlfur. Þeir sem mest vita um þetta viðurkenna að þessi orð eru ráðgátur. Ekki er hægt að trúa þeirri skýringu að hér gildi forliðurinn díki, vatnsbleyta, foræði. Fornindóevrópska orðið wyeh gæti hér verið gilt sem skýring, að hluta til, að vefja, hylja, umlykja, eða vindast um.

Orðið fáinn, skínandi, á íslenzku er hér einnig mikilvægt. Fan í merkingunni fjandinn á sænsku er einnig vísbending. Oft hafa slík orð víxlað merkingu, sbr dieu á frönsku, guð, djöfullinn í ýmsum öðrum tungumálum. Fan á sænsku þarf ekki að vera stytting úr fíandi. Annað orð kann að hafa verið til tengt átrúnaði, fen eða faen.

Faenus eða fen á latínu getur þýtt að gróði, lánsfé eða auðgun og skyld latnesk orð. Hey eða hlöðuloft er einnig þýðing á slíkum latneskum orðum og skyldum.

Það er mögulegt að ættrekja orðið fen til panka á fornindversku, það er eiginlega of auðvelt, því merking þess orðs er mýri.

Þessi opinbera og viðurkennda ættrakning orðsins er auðveld, en oft er auðveldasta leiðin ekki sú rétta.

Gísli Jónsson í „Íslenzku máli“ 200. þætti þann 16. júlí 1983 í Morgunblaðinu er á réttri leið þegar hann segir að það brjóti gegn skynsemi að fen-hrís-úlfur sé rétt ættfærsla þessa orðs. Ásgeir Blöndal, blessuð sé minning þess ágæta fræðimanns, gerði finnst mér augljóslega ýmsar skyssur í bók sinni sem þó var og er grundvallarrit. Fleiri slíkar bækur þurfa að koma út.

Það vil ég segja um ættrakningu orða til sanskrít og fornindversku, að þau mál eru oft þannig að sama orðið hefur margvíslega merkingu, og því getur margt verið vafasamt þegar fullyrt er að orð komi nákvæmlega þaðan.

Segja má að 1% af þessari vinnu hafi verið unnin, og tæplega það. 99% á eftir að uppgötvast ennþá, svo mikið er eftir að enduruppgötva í þessum stórmerkilegu og mikilvægu fræðum.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir