8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Messi á lista Ronaldo í fyrsta sinn en Messi henti Ronaldo út af sínum lista

Skyldulesning

Fótbolti

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á einni af verðlaunahátíðum FIFA en þetta var árið 2015.
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á einni af verðlaunahátíðum FIFA en þetta var árið 2015.
EPA-EFE/VALERIANO DI DOMENICO

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu aldrei verið valdir besti fótboltamaður heims ef hinn hefði fengið að kjósa.

Það er fróðlegt að sjá hverja Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið og kosið ekki undanfarin ár í valinu á besta fótboltamanni heims.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þurftu báðir að sætta sig við „að tapa“ fyrir Robert Lewandowski þegar FIFA verðlaunaði besta knattspyrnumann heims í gær.

Landsliðsfyrirliðar kjósa í kosningunni eins og áður en það þýðir að bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa kosið um besta leikmann heims undanfarin ár.

Þeir mega að sjálfsögðu ekki gefa sjálfum sér atkvæði og það er því virkilega athyglisvert að skoða betur hvaða leikmenn hafa fengið atkvæði frá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Messi og Ronaldo hafa auðvitað barist um þessi verðlaun öll þessi ár og eru ofarlega hjá flestum þeim sem kusu. Þeir hafa hins vegar verið sjaldan á lista hjá hvorum öðrum.

Cristiano Ronaldo kaus samt Lionel Messi í fyrsta sinn í ár því Portúgalinn setti Messi í annað sætið á sínum lista á eftir sigurvegaranum Robert Lewandowski.

Messi hafði verið með Ronaldo á sínum lista undanfarin tvö ár en henti honum út af listanum í ár. Messi kaus nefnilega vin sinn Neymar bestan og næstir hjá honum voru þeir Kylian Mbappé og Lewandowski.

Cristiano Ronaldo hefur kosið Matthijs de Ligt, Raphaël Varane, Luka Modrić, Gareth Bale, Karim Benzema, Sergio Ramos, Radamel Falcao og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Messi.

Lionel Messi hefur kosið Neymar, Sadio Mané, Luka Modrić, Luis Suarez (mörgum sinnum), Angel Di Maria, Andrés Iniesta og Xavi besta leikmann heims á undanförnum áratug en aldrei Ronaldo.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir val þeirra Lionel Messi og Cristiano Ronaldo undanfarin ár.

Val Lionel Messi á bestu leikmönnum heims:


 • Ballon d’Or:
 • 2010: Kaus ekki
 • 2011: Xavi, Iniesta, Aguero
 • 2012: Iniesta, Xavi, Aguero
 • 2013: Iniesta, Xavi, Neymar
 • 2014: Di Maria, Iniesta, Mascherano
 • 2015: Suarez, Neymar, Iniesta

 • FIFA-verðlaun:
 • 2016: Suarez, Neymar, Iniesta
 • 2017: Suarez, Iniesta, Neymar
 • 2018: Modric, Mbappe, Ronaldo
 • 2019: Mane, Ronaldo, De Jong
 • 2020: Neymar, Mbappe, Lewandowski
 • —-

Val Cristiano Ronaldo á bestu leikmönnum heims:


 • Ballon d’Or:
 • 2010: Xavi, Casillas, Sneijder
 • 2011: Kaus ekki
 • 2012: Kaus ekki
 • 2013: Falcao, Bale, Ozil
 • 2014: Ramos, Bale, Benzema
 • 2015: Benzema James, Bale

 • FIFA-verðlaun:
 • 2016: Bale, Modric, Ramos
 • 2017: Modric, Ramos, Marcelo
 • 2018: Varane, Modric, Griezmann
 • 2019: De Ligt, De Jong, Mbappe
 • 2020: Lewandowski, Messi, Mbappe


Tengdar fréttir


Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera sáttur þegar Robert Lewandowski var valinn besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í gær.


Verðlaunahátíð FIFA fór fram í kvöld en þar var tilkynnt, bæði í karla- og kvennaflokki, hvaða leikmenn stóðu upp úr á árinu.


Í kvöld mun Alþjóða knattspyrnusambandið velja besta leikmann ársins í karla- og kvennaflokki. Tölfræðisíðan Opta fór ítarlega ofan í saumana á því af hverju Robert Lewandowski á verðlaunin skilið karla megin.


Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018.


Juventus bætti heldur betur upp fyrir tapið á heimavelli gegn Barcelona fyrr á þessari leiktíð. Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í öruggum 3-0 sigri Ítalíumeistaranna sem tryggðu sér toppsæti G-riðils í leiðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir