7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Messi: „Diego er eilífur“

Skyldulesning

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, hefur vottað Diego Armando Maradona virðingu sína í innleggi sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Maradona lést í dag, 60 ára að aldri.

„Þetta er sorgardagur fyrir íbúa Argentínu og knattspyrnuna. Hann er farinn en yfirgefur okkur ekki af því að Diego er eilífur,“ skrifaði Messi um Maradona.

„Ég geymi allar okkar falllegu stundir og sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina,“ skrifaði Messi.

View this post on Instagram

A post shared by Leo Messi (@leomessi)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir