6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Messi tileinkaði Maradona mark sitt

Skyldulesning

Barcelona vann 4-0 sigur gegn Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi var á meðal markaskorara Barcelona og hann tileinkaði mark sitt landa sínum, Maradona, sem lést á dögunum.

Messi innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu og fagnaði með því að fara úr treyju Barcelona og þá blasti við treyja Newell’s Old Boys. Maradona spilaði með liðinu tímabilið 1993-1994 og Messi spilaði með yngri flokkum félagsins frá 1994-2000 og hélt síðan til Barcelona.

Messi hafði fyrr í vikunni minnst Maradona á samfélagsmiðlum.

„Þetta er sorgardagur fyrir íbúa Argentínu og knattspyrnuna. Hann er farinn en yfirgefur okkur ekki af því að Diego er eilífur,“ er meðal þess sem Messi skrifaði um Maradona.

Martin Braithwaite kom Barcelona yfir með marki á 29. mínútu. Það var síðan Antoine Griezmann sem tvöfaldaði forystu Börsunga með marki á 42. mínútu.

Coutinho bætti við þriðja marki Barcelona á 57. mínútu og það var síðan Lionel Messi sem innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu.

Messi honouring Maradona after scoring today ❤️🙌 pic.twitter.com/ZfSx1WRgQN

— Oddschanger (@Oddschanger) November 29, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir