Mesta aflaverðmæti í sögu útgerðarinnar.

0
259

Skyldulesning

Hrafn Sveinbjarnarsson GK 255, sem Þorbjörn hf gerir út, kom í dag með mesta aflaverðmæti og mesta afla í einni veiðiferð í sögu fyrirtækisins. Aflaverðmætið endaði í tæplega 504 milljónum og aflinn varð tæp 980 tonn uppúr sjó. Þetta var Valsgengið svokallaða en skipstjóri í þessari veiðiferð var Valur Pétursson.

Aðspurður sagðist Valur afar ánægður með veiðiferðina og lofaði áhöfnina sína í hástert. „Svona gerist ekki nema með góðri og samhentri áhöfn og þeir eiga allan heiður skilið fyrir framlagið í veiðiferðinni.“