6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Mesti villingur knattspyrnusögunnar – Sparkaði í leikmann og gaf honum olnbogaskot

Skyldulesning

Knattspyrnumaðurinn Gerardo Bedoya er mesti villingur knattspyrnusögunnar samkvæmt SportBible en Bedoya var sendur 46 sinnum af velli á 20 ára löngum ferli sínum. Segja má að aðrir villingar verði að dýrlingum í samanburði við hann.

Bedoya var rekinn 14 sinnum af velli með liðinu Deportivo Cali, 5 sinnum með Racing Club, 7 sinnum með Millonarios og 8 sinnum með Santa Fe. Eitt sinn fékk hann 15 leikja bann fyrir að sparka í andstæðing sinn eftir að hafa gefið honum olnbogaskot. Við það fékk hann 41. rauða spjaldið sitt og sagði í kjölfarið að „hann væri ekki venjulega svona“.

Þrátt fyrir að hafa verið algjör villingur sem leikmaður þá fékk hann samt starf sem aðstoðarþjálfari hjá Santa Fe eftir að hafa spilað með þeim. Það tók hann þó ekki langan tíma að fá sitt fyrsta rauða spjald sem þjálfari. Einungis 21 mínúta var liðin þegar Bedoya var rekinn af vellinum fyrir 10 mínútna kjaft við línuvörðinn í leiknum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir