2 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Metár Sólbergsins og afli yfir 14 þúsund tonn

Skyldulesning

Sigþór Kjartansson skipstjóri og Einar Númason fyrsti stýrimaður afslappaðir í brú Sólbergsins.

Eftir barning í rysjóttri tíð síðustu vikur var ráðgert að hefja löndun úr Sólbergi ÓF 1, frystiskipi Ramma hf., á Siglufirði árdegis í dag. Að baki er metár hjá skipstjórunum, Sigþóri Kjartanssyni og Trausta Kristinssyni, og áhöfnum þeirra á þessum stærsta togara Íslendinga þar sem allur afli er fullunninn og frystur um borð.

Afli ársins fór yfir 14 þúsund tonn af bolfiski upp úr sjó, nokkuð sem íslenskt skip hefur tæpast gert áður, og er aflinn um 500 tonnum meiri en í fyrra. Aflaverðmæti ársins er um 5,7 milljarðar. Úthaldsdagar á árinu eru 323 og framundan er kærkomið jólafrí.

Flúðu undan veðri

Sólbergið var við bryggju í Krossanesi þegar rætt var við Sigþór Kjartansson í gærmorgun. Síðasti túr ársins byrjaði að morgni 20. nóvember og aflinn var rúmlega þúsund tonn af slægðum fiski að verðmæti um 470 milljónir.

„Þetta gekk bara nokkuð vel í þessum síðasta túr ársins þrátt fyrir erfitt veður á köflum,“ segir Sigþór skipstjóri. „Við þurftum oft að flýja undan veðri og Vestfjarðamið hafa nánast verið lokuð í tvær vikur. Við vorum þess vegna hérna fyrir norðan og norðaustan land, en hefðum frekar viljað vera fyrir vestan. Þar er hagstæðari slóð fyrir okkur sem erum að hugsa um blandaðan afla, en ekki bara þorsk.“ Aðspurður segir Sigþór að þeir hafi séð loðnu í fiskinum, en þó ekki í miklum mæli.

Innlendar Fréttir