8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Metfjöldi smita og dauðsfalla af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum

Skyldulesning

Síðasta sólarhring var enn eitt dapurlegt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, og fjölda dauðsfalla af völdum COVID-19. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum létust rúmlega 3.700 af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn.

Rúmlega 250.000 manns greindust með veiruna á síðasta sólarhring. Rúmlega 113.000 COVID-19-sjúklingar liggja nú á sjúkrahúsum miðað við yfirlit The Covid Tracking Project.

Í heildina hafa um 17,4 milljónir smita verið staðfest í Bandaríkjunum og 314.577 hafa látist af völdum COVID-19.

Innlendar Fréttir