2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Mettúr á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255

Skyldulesning

Hrafn Sveinbjarnarson GK var búinn að vera í mjög stórum breytingum á kælikerfi skipsins sem og fleiri breytingum sem voru gerðar á skipinu á Akureyri frá því í nóvember og fram í um febrúar á þessu ári.
Nú í byrjun apríl á þessu ári á kom áhöfnin á togaranum í land til Grindavíkur með sinn stærsta túr frá upphafi,
Togarinn fór fyrst út 1 mars og um miðjan mars þá eins og hefur komið fram þá var snarvitlaust veður og voru þeir þá á veiðum í jökuldýpinu enn vegna veður þá var ákveðið að sigla til Hafnarfjarðar og millilanda.
Var þá landað úr skipinu alls 427,7 tonnum þar sem að þorskur af því var alls 279 tonn, þessi afli gerir um 29 tonn á dag.
Aftur var farið út enn vegna veðurs þá var lítið hægt að vera á veiðum, náðu aðeins tveimur hölum og urðu síðan stopp í hátt í tvo sólarhringa útaf veðri,
Til að bæta við erfiðleikanna þá laumaði covid sér um borð í togarann, og af 26 manna áhöfn þá voru aðeins þrír sem ekki smituðust svo til allan túrinn þá vantaði um 1 til 2 menn á vakt, enn vegna þess hversu mikil og góð veiði var þá neituðu hinir áhafnarmeðlimirnir að gefast upp , og þessi þrotlausi dugnaður í áhöfn togarans gerði það að verkum að stærsti túr togarans varð að veruleika
Togarinn kom til hafnar til Grindavíkur og var þá landað úr skipinu alls 659 tonnum og í þessum hluta þá var mest af ufsa eða 356 tonn.
Samtals var því túrinn alls 1087 tonn og aflaverðmætið 431milljón króna eða um 397 kr á kíló. Menn voru að velta fyrir sér hvort þetta væri mesta aflaverðmæti sem að íslenskur frystitogari hefði komið með í land úr einum túr eftir veiðar á íslandsmiðum.  Líkegast ekki.  Guðmundur á Nesi RE hefur náð mjög stórum túrum í gegnum tíðina enn hann hefur þá að mestu verið í grálúðunni sem er mjög verðmæt og síðan náði Kleifaberg RE líka mjög góðum árangri á Íslandsmiðum.
Tekið af vef Aflafréttir.is
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir