Viðskipti innlent

Aðsend/Vilhelm
Einstaklingar sem hafa keypt Mexíkósúpu frá Krónunni er bent á að skila þeim aftur í viðkomandi verslun eftir að glerbrot fannst í einni vöru.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá IMF sem send er í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Um er að ræða eins lítra súpur í glerkrukkum.
Framleiðsludagurinn sem um ræðir er 6. nóvember síðastliðinn og síðasti neysludagur 6. mars 2021. Strikanúmerið er 5694311800470.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.