6.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Miðar í átt að samkomulagi á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto – Verðlækkun sögð í kortunum

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Vonir eru bundnar við að samningar náist á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um verulega lækkun orkuverðs fyrir áramót. Nokkur gangur hefur verið í viðræðum aðila að undanförnu um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Straumsvík. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að raforkuverð til álversins kunni að lækka um 30%.

Stjórnendur Rio Tinto hafa sagt að verksmiðjunni verði lokað ef raforkusamningurinn verði ekki endurskoðaður. Álverið hefur verið keyrt á lágmarksafköstum frá í vor. Það þýðir að aðeins hefur verið keypt það lágmark af raforku frá Landsvirkjun sem álverinu ber að kaupa samkvæmt samningi. Framleiðslan hefur því verið um 85% af því sem ráð var fyrir gert.

Morgunblaðið segir að í samningaviðræðunum hafi komið fram að framleiðslan í Straumsvík verði ekki aukin fyrr en búið er að ná samningum við Landsvirkjun.

Mikið tap var af rekstri álversins á síðasta ári, eða um 13 milljarðar. Árið á undan var tapið 5 milljarðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að tap hafi verið á rekstrinum fram eftir yfirstandandi ári en breyting hafi orðið þar á í ágúst þegar álverð hækkaði á heimsmörkuðum en það er nú um 2.000 dollarar á tonnið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir