7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Middlesbrough sló Tottenham út

Skyldulesning

Josh Coburn fyrirliði Boro fagnar sigurmarkinu í kvöld.

Josh Coburn fyrirliði Boro fagnar sigurmarkinu í kvöld. AFP

B-deildarliðið Middlesbrough er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, FA Cup, á kostnað úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur. 

Tottenham hefur leikið vel í úrvalsdeildinni að undanförnu en ekki er spurt að því í bikarkeppninni rótgrónu. Markalaust var eftir 90 mínútu í Middlesbrough í kvöld og því þurfti að grípa til framlengingar. 

Mark var skorað í framlengingunni og það gerði Josh Coburn fyrir Middlesbrough á 107. mínútu. 

Middlesbrough hefur heldur betur gert það gott í bikarkeppninni í vetur því liðið hefur einnig slegið Manchester United út úr keppninni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir