9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Miðflokkurinn næði ekki inn á þing en Sjálfstæðisflokkur stærstur

Skyldulesning

Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýrri könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkur er með 22% fylgi en var með 24,4 í kosningunum í haust. Framsókn eykur aðeins við sig frá kosningunum og er komin upp í 18,1%.

Píratar bæta verulega við sig frá kosningum og fara upp í 13,2% úr 8,6%. Halda ber þó til haga að Píratar hafa jafnan mælst með meira fylgi í skoðanakönnunum en í kosningum.

Samfylkingin er örlítið yfir kjörfylgi, með 11,1% eftir 9,9% í kosningunum.

VG tapa fylgi frá kosningunum og eru komin niður í 10,5%.

Viðreisn eykur lítillega við sig og er með 9,7%.

Flokkur fólksins dalar lítið eitt en er í 7,5%.

Miðflokkurinn næði ekki manni á þing ef kosið yrði nú, miðað við þessa könnun, en fylgið er 3,9%. Sósíalistaflokkurinn er með sama fylgi og Miðflokkur og kæmist ekki heldur á þing.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir