7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Miðhálendisþjóðgarður „flókinn í afgreiðslu“

Skyldulesning

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir að afgreiðsla frumvarps um …

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins segir að afgreiðsla frumvarps um Miðhálendisþjóðgarð verði flókin.

Ljósmynd/mbl.is Arnþór Birkisson

Frumvarp Umhverfis- og auðlindaráðherra um Miðhálendisþjóðgarð var afgreitt af þingflokkum í ríkisstjórn í dag. Því verður útbýtt á Alþingi í dag, síðasta dag svo unnt sé að taka málið fyrir þingfrestun án afbrigða. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar segir að málið verði flókið afgreiðslu í þinginu.

Gerð var tilraun til þess að koma frumvarpinu í gegnum þingflokkana á síðasta þingi en það tókst ekki. Kveðið er á um stofnun Miðhálendisþjóðagarðs í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þá hafa áform um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs verið harðlega gagnrýnd af sveitarstjórnarfólki sem og bændum.

Rammaáætlun þriðji áfangi var einnig afgreiddur úr þingflokkum samhliða. 

Fyrirvarar við efnistök

Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í Umhverfis- og samgöngunefnd segir í samtali við mbl.is að einhugur hafi verið um afgreiðslu frumvarpsins innan þingflokks Framsóknarflokksins þó að einstaka efnistök hafi staðið í sumum. Þá segir hún að það séu ýmsir fyrirvarar gerðir við málið. 

Hún segist sjá fram á að frumvarpið verði flókið í vinnslu á þinginu. 

Þá segir Líneik Anna að frumvarpið hafi tekið breytingum frá því að það var síðast lagt fyrir þingflokka og einnig frá því að það var í samráðsgátt. Í þessar útgáfu fari sveitarfélög með svæðisskipulag sem og að fyrirkomulag á ákvörðun um verndarflokka mismunandi svæða hafi breyst.

Sjálfstæðismenn skrefinu nær að vera sáttir

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mjög mikla vinnu óunna. Hann bætir við að málið hafi þroskast mikið enda ekki nýtt á nálinni og að skref hafi verið tekin áfram, þó séu nokkur skref eftir.

Vilhjálmur stendur við fyrirvara sem hann gerði við máið þegar hann var í starfshópi sem skilaði skýrslu sem var til grundvallar frumvarpsins. 

Fyrirvarar hans snúa að stærðarmörkum, orkunýtingu, flutningskerfi raforku og sátt um starfsemina.

„Það sé algjör grunnforsenda að þetta sé unnið í sátt við sveitarfélögin,“ segir Vilhjálmur.

Sérðu fram á að þetta verði hitamál á þinginu?

Já mjög mikið hitamál.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir nokkra fyrirvara við frumvarp um …

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir nokkra fyrirvara við frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð.

Ljósmynd/mbl.is

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir