5 C
Grindavik
6. maí, 2021

Mikael hafði betur gegn Hirti í uppgjöri toppliðana í Danmörku

Skyldulesning

Midtjylland og Bröndby mættust í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Midtjylland en um sannkallaðan Íslendingaslag var að ræða.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og spilaði 62 mínútur í dag og Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í varnarlínu Bröndby og spilaði 80 mínútur.

Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en það skoraði Sory Kaba eftir stoðsendingu frá Erik Sviatchenko.

Midtjylland komst með sigrinu upp fyrir Bröndby í 1. sæti deildarinnar. Þar situr liðið með 46 stig, einu stigi meira en Bröndby sem situr í 2. sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir