1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Mikael lék í tapi AGF – Hákon kom inn af bekknum fyrir FCK undir lokin

Skyldulesning

Mikael Neville Andersson lék allan leikinn fyrir AGF er liði tapaði 2-1 gegn SonderjyskE í dönsku úrvalsdeild karla í dag.

Atli Barkarson sat allan tímann á varamannabekknum hjá SonderjyskE en Jón Dagur Þorsteinsson var ekki í leikmannahópi AGF.

Jose Gallegos kom heimamönnum í SonderjyskE yfir á 43. en Frederik Tingager jafnaði fyrir AGF tveimur mínútum síðar. Nicolaj Thomsen vann svo leikinn fyrir heimaliðið á fimmtu mínútu uppbótartíma. SonderjyskE situr á botni deildarinnar með 17 stig en AGF er í 9. sæti af 12 liðum með 28 stig.

Hákon Arnar Haraldsson kom inn á í uppbótartíma fyrir FCK í 2-0 sigri liðsins gegn Bröndby. Pep Biel gerði bæði mörkin í síðari hálfleik. Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson voru báðir utan hóps. FCK er með sex stiga forskot á toppnum.

Alex Þór Hauksson lék allan leikinn fyrir Öster er liðið vann 1-0 útisigur á Örgryte í sænsku B-deildinni. Vladimir Rodić skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Öster er með sex stig eftir þrjá leiki.

Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn fyrir Örebro í 2-0 sigri á Norrby. Jiloan Hamad og Noel Milleskog gerðu mörk gestanna í Örebro. Liðið er eins og Öster með sex stig eftir þrjá leiki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir