Mikael skoraði og lagði upp í naumum sigri Venezia – Vísir

0
26

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 14:00

Mikael Egill Ellertsson var allt í öllu fyrir Venezia er liðið vann nauman 3-2 sigur gegn Perugia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Mikael lagði upp fyrsta mark liðsins áður en hann skoraði sjálfur það þriðja.

Nicholas Pierini skoraði fyrsta mark Venezia á 26. mínútu leiksins áður en Andrea Carboni tvöfaldaði forystu liðsins stuttu fyrir hálfleikshléið. Mikael lagði upp fyrra markið og gat því gengið nokkuð sáttur til búningsherbergja.

Hann skoraði svo sjálfur þriðja mark liðsins á 60. mínútu áður en gestirnir minkkuðu muninn niður í 3-2 með mörkum á 65. og 78. mínútu. Ekki komust gestirnir þó lengra og niðurstaðan varð því 3-2 sigur Venezia sem situr í sjöunda sæti deildarinnar með 49 stig fyrir lokaumferðina og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í umspili um sæti í efstu deild.

Á sama þurftu Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brescia. Hjörtur lék allan leikinn í liði Pisa og nældi sér í gult spjald snemma í síðari hálfleik, en sigur hefði lyft liðinu upp í umspilssæti.