7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Mikið að ef Pogba bað Raiola að segja þetta“

Skyldulesning

Dimitar Berbatov fyrrum framherji Manchester United er ekki sáttur með Mino Raiola umboðsmann Paul Pogba. Ummæli Raiola hafa vakið athygli eftir að hann sagði að skjólstæðingur sinn vildi burt.

Ummælin komu degi fyrir leikinn gegn Leipzig þar sem United féll úr leik í Meistaradeildinni. Pogba hefur ekki byrjað marga leiki síðustu vikur og vill burt, helst til Juventus.

„Ummæli Raiola um Paul Pogba um að hann sé ósáttur voru illa tímasett rétt fyrir mikilvægan leik,“ sagði Berbatov.

„Þetta var ekki gott og þetta hefur haft áhrif í búningsklefanum. Ég er ekki viss um að Pogba hafi vitað af þessu og það er til skammar fyrir hann. Umboðsmaðurinn er að vinna fyrir leikmanninn, umboðsmaðurinn á að gera það sem leikmaðurinn segir.“

„Þetta var rangt af honum, þetta bjó til læti sem voru óþarfi. Ef Pogba bað hann að segja þetta, þá er mikið að.“

„Ef hann er ósáttur þá á hann að segja það, ekki umboðsmaðurinn. Það er best fyrir alla að ljúka þessu sambandi ef þetta er svona.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir