Innlent
| Morgunblaðið
| 8.12.2020
| 5:30
DHL-vélin flaug um alla Evrópu merkt „Thank You“ og regnboga til að þakka heilbrigðisstarfsfólki og starfsfólki DHL fyrir fórnfýsi í faraldrinum.
Ljósmynd/DHL
„Við höfum aldrei áður séð annað eins magn af sendingum og nú. Við vorum að keyra út alla helgina og náðum að afhenda nánast allt. Svo í morgun komu fjórfalt fleiri sendingar en á venjulegum degi.“
Þetta sagði Björn Viðar Ásbjörnsson, sölu- og markaðsstjóri vöruflutningafyrirtækisins DHL Express, í gær.
Flugvél DHL fer líka oftast fullhlaðin af vörum frá landinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.