7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Mikil ást og alúð í matnum

Skyldulesning

Kristófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir við undirbúning veislunnar í mötuneyti …

Kristófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir við undirbúning veislunnar í mötuneyti Árvakurs.

mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var æðislegur matur, það er greinilegt að það var lagður mikill metnaður í þetta. Það var mikil ást og alúð í þessum mat,“ segir Jóna Björg Howard, verkefnisstjóri kaffistofu Samhjálpar.

Í dag tóku Kristófer Helgason og Íris Jóhannsdóttir, kokkar í mötuneyti Árvakurs, það að sér að elda hádegismatinn á kaffistofu Samhjálpar.

Mætingin í dag var afar góð, en Jóna telur að um 150 manns hafi gætt sér á veislumatnum; lambakjöti með sveppasósu, kartöflubátum og fersku salati.

„Fólk var alveg ótrúlega rólegt,“ segir Jóna. „Það var eins og fólk væri bara að einbeita sér að matnum.“ Hún segir að máltíðin hafi heppnast afar vel og gestir hafi verið afar sáttir við matinn.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir