-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Mikil snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga

Skyldulesning

Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga en nokkur lítil snjóflóð féllu þar í síðustu viku. Töluverð snjóflóðahætta er á Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. 

Þar segir að næstu daga verði norðanhríð með talsverðri snjósöfnun en lítið bæti í snjó sunnan og vestan til á landinu. „Harðfenni er víðast hvar undir nýja snjónum eftir umhleypingar i byrjun vikunnar. Nokkur snjóflóð hafa fallið á Vestförðum í vikunni og nokkur féllu á Tröllaskaga og Vestfjörðum í síðustu viku. Búist er við nýjum snjó og vindflekum í norðanhvassviðri eða -storm og snjókomu á fimmtudag og föstudag, en lægir og herðir á frosti á laugardag,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Innlendar Fréttir