2 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Mikil verðhækkun hjá Sorpu – Hátt í 300%

Skyldulesning

Sorpa hefur boðað verðhækkanir á ýmsum þjónustuþáttum frá og með 1. janúar og verður hún hátt í 300% í sumum tilvikum. Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri hjá framleiðslusviði SI, segir að í því ástandi sem nú ríkir hafi verið lögð mikil áhersla á að ríkið og sveitarfélög haldi aftur af gjaldskrárhækkunum til að leggja ekki of þungar byrðar á fyrirtækin og heimilin í landinu. En nú fari Sorpa algjörlega gegn því.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ef núverandi verðskrá og boðuð verðskrá frá og með 1. janúar eru bornar saman komi í ljós að í sumum tilvikum nemi hækkunin á móttökugjaldi endurvinnslustöðva Sorpu hátt í 300%. Þetta á til dæmis við um steinefni frá byggingariðnaði og glerumbúðir og glerílát. Fram að þessu hafa 1,86 krónur verið greiddar fyrir hvert kíló en frá áramótum hækkar gjaldið í 6,82 krónur.

„Þetta virkar ekki mikið en hækkunin getur leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári. Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ er haft eftir Lárusi sem sagðist ekki trúa því fyrr en á því verður tekið að þessar hækkanir komi til framkvæmda. Svo virðist sem Sorpa sé að sækja sér tekjur til atvinnugreina sem taldar séu aflögufærar.

Innlendar Fréttir