-0.7 C
Grindavik
4. desember, 2021

Mikill áhugi á djobbinu….eða?

Skyldulesning

Egill Halldórsson er einn skipverja hér um borð. Hann hefur vakið mikla athygli á gríðarlegum áhuga á starfinu og því sem fram fer hér um borð. Ekki aðeins að hann sé vakandi alla sínar vaktir heldur er hann vakinn og sofinn yfir því sem gerist á hinni vaktinni líka, þannig að menn velta því fyrir sér hvernær hann sofi eiginlega.

Í næstum öllum kaffi og matartímum á hinni vaktinni er Egill mættur og spyr gjarnan útí aflabrögð og hvernig gangi á milli þess sem hann fær sér snæðing með hinni vaktinni. Eðlilega eru menn snortnir af þessum áhuga Egils á vinnunni en svo eru náttúrulega aðrir sem sjá hlutina í öðru ljósi.

Það vill nefnilega þannig til að Egill virðist alltaf birtast þegar hin vaktin situr í kaffi og morgunmat, menn gera að því skóna að þessi gríðalegi áhugi á vinnunni sé yfirskin eitt, hann geti ekki sofið lengi í einu án þess að hann fari að svengja. Þegar gengið var á Egil, brotnaði hann niður og viðurkenndi það að sér þætti gott að borða og það væri meginástæðan fyrir litlum svefni.
Hann væri að reyna að taka sig á í þessu en mótstaðan væri ekki mikil eins og staðan er. „Mér finnst bara gott að borða, það er bara þannig, og ég er hættur að fara í felur með það“ sagði Egill hálfhnugginn við blm.

Það eru hinsvegar góðir tímar framundan fyrir matgæðinga og ekki laust við að spennuglampi myndist í augum Egils þegar hann hugsar til allra kræsinganna um jólin

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir