7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Mikill eldur í Auðbrekku

Skyldulesning

Frá vettvangi í nótt.

Frá vettvangi í nótt. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt.

Á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að mikil eldur og reykur hafi staðið út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn og voru íbúar komnir út.

„Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykur hafði borist um húsnæði og fóru reykkafarar um allt húsnæði til að tryggja að engin væri inni og allir komnir út,“ segir í færslunni. 

Þá kemur fram að slökkviliðið hafi fengið aðstoð Strætó og Rauðakrossins við að finna húsnæði fyrir íbúa hússins í nótt.

Töluverðar skemmdir urðu eftir brunann þrátt fyrir að eldur hafi bara verið í einu herbergi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir