Mikill skellur fyrir konuna sem telur sig vera Madeleine McCann – DV

0
166

Pólska konan, Julia Wendell, vakti mikla athygli þegar hún steig fram á Instagram og lýsti því yfir að hún sé sannfærð um að hún sé breska stúlkan Madeleine McCann sem var numin á brott frá ferðamannastað í Portúgal árið 2007.

Sjá einnig: Staðhæfir að hún sé Madeleine McCann og segist hafa „sannanir“

Nú hefur Wendell lagt fram erfðafræðisýni til rannsóknar og er beðið eftir niðurstöðunum.

Talskona Wendell segir að einnig sé beðið eftir öðrum niðurstöðum. Wendell gæti nefnilega verið að glíma við hvítblæði.

Talskonan og einkaspæjarinn Fia Johansson sagði í samtali við The Sun:

„Við erum enn að bíða eftir niðurstöðum úr erfðafræðiprófum sem eiga að sýna þjóðernislega bakgrunn hennar og frá hvaða landi hún og raunveruleg fjölskylda hennar koma. Þessi próf eru mjög nákvæm,“ sagði Johansson. „En nú er áherslan okkar á Juliu sem manneskju – ekki Madeleine. Hún var vanrækt í barnæsku og var beitt miklu ofbeldi. Heilsa hennar er slæm og hún er með alvarlegan astma og þjáist af miklum beinverkjum. Hún á bókaðan tíma í CT og MRT skanna vegna beinverkjanna.“

Johansson segði að blóðprufur hafi einnig gefið tilefni til rannsókna og læknir einkaspæjarans sé að kanna hvort að Wendell gæti verið með hvítblæði.

„Ef hún þarf að gangast undir einhverjar meðferðir munum við tryggja að hún geri það.“

Útilokar ekki að hún sé önnur horfin stúlka Lögreglan í Póllandi hefur gefið út að rannsókn þeirra hafi útilokað að Wendell sé Madeleine. Wendell og Johansson birtu þó 15 mínútna myndband á Instagram þar sem þær sögðu lögregluna og þá fjölmiðla sem hafi vitnað til lögreglunnar vera að ljúga.

Sú kenning hefur verið viðruð að Wendell sé ekki Madeleine, heldur stúlka frá Sviss sem var numin á brott árið 2011 ásamt tvíburasystur sinni.

Sjá einnig: Ný kenning um stúlkuna sem telur sig vera Madeleine McCann setur allt á hliðina – „Vá þú gætir hafa hitt naglann á höfuðið“

Johansson segir að Wendell sé opin fyrir þeirri kenningu að hún sé annað horfið barn og vonast þær til að fjölskylda svissnesku stúlkunnar, Liviu Schepp, sé tilbúin að framkvæma erfðafræðirannsókn.

„Ég hef rætt þetta við hana og hún er opin fyrir möguleikanum að hún gæti verið eitthvað af þeim horfnu börnum þarna úti – ekki bara Madeleine. Julia vill bara komast að sannleikanum um það hver hún er.“

Wendell hafi þó talið líklegast að hún sé Madeleine þar sem sá maður sem grunaður er að hafa numið hana á brott sé sláandi líkur manninum sem misnotaði Wendell þegar hún var bar.

„En þessi sami maður gæti verið tengdur Madeleine og öðrum horfnum börnum – þetta er hvernig barnaníðingar og barnaræningjar starfa.“

Fjölskyldan sem Wendell ólst upp með hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau harma þá athygli sem Wendell hafi vakið á sér. Hún sé vissulega líffræðileg dóttir hennar og sé til nóg af myndum sem og fæðingarvottorð sem sanni það. Wendell hafi alltaf sóst í vinsældir og glími við andleg veikindi.

Sjá einnig:Sextán ára saga leitarinnar að Madeleine McCann