Innlent
| mbl
| 6.12.2020
| 15:10
| Uppfært
15:40
Fjórir lögreglubílar voru sendir á vettvang.
Fjórir lögreglubílar voru sendir á vettvang í Laugardal nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar sem barst um að einstaklingur væri í bráðri hættu. Þegar á vettvang var komið rann upp fyrir lögreglumönnum að engin hætta væri á ferðum og aðeins um minniháttar deilur að ræða.
Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.