7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri

Skyldulesning

Innlent

Lögreglubílum lagt fyrir utan húsið við Ásatún nú á þriðja tímanum.
Lögreglubílum lagt fyrir utan húsið við Ásatún nú á þriðja tímanum.
Vísir

Lögregla á Akureyri ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra handtók mann í fjölbýlishúsi við Ásatún á Akureyri eftir umsátur á þriðja tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Norðurlandi eystra var maðurinn, sem er íbúi í húsinu, í ójafnvægi og lét ófriðlega. Fréttamaður á vettvangi lýsir því að lögreglumenn hafi farið inn í íbúð mannsins um klukkan hálf þrjú og yfirbugað hann. Hann var svo færður í lögreglubíl. Umsátrið stóð yfir í um tvo klukkutíma.

Fjölmennt lið lögreglu var kallað út vegna málsins. Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi snemma á þriðja tímanum að alls öryggis væri gætt og miklum viðbúnaði því tjaldað til. 

Öðrum íbúum hússins var ekki talin stafa hætta af manninum og þá sagði Jóhannes að skotvopn væru ekki viðriðin málið.

Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins um málið að maðurinn hafi haft í hótunum, látið ófriðlega og kastað ruslatunnum fram af svölum. Jóhannes vill ekki tjá sig um það hvort maðurinn hafi hótað öðrum.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir