6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Mikilvægar reglur en eiginlega bara fyrir óbreytta borgara

Skyldulesning

Smit Víðis veldur ólgu og telja margir að samstöðunni sé nú ógnað.

Eins og fram hefur komið er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, einn af sóttvarnarþríeykinu, smitaður af Covid-19. Vitaskuld mikið áfall fyrir sóttvarnaryfirvöld, ekki bara smitið sem slíkt og afleiðingarnar sem það hefur fyrir Víði og fjölskyldu heldur veltir fólk því nú fyrir sér hvort það sé ekki svo að eitt eigi yfir alla að ganga? Hvort samræmi sé í tilskipunum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem hún svo byggir á ráðleggingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni og svo hvernig höfðingjarnir umgangast eigin reglur: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ segir í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Dónaskapur við fólk sem fer að tilmælunum

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur er einn þeirra sem veltir þessu fyrir sér á sínum Facebookvegg.

„Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann,“ segir Eiríkur og vitnar í viðtal við Þórólf sem birtist á Vísi nú í morgun.

„Það þarf ekki að þrátta um það að Víðir fylgdi ekki þeim tilmælum sem hann hefur ætlast til þess að aðrir fylgi – og því geta fylgt alvarlegar afleiðingar, svo sem einmitt einsog þær að fólk fari að túlka það sem svo að enginn hafi beðið fólk um að sleppa því að hittast. Nú ríður Þórólfur á vaðið – „fólk þarf að gera ýmsa hluti“, segir hann og opnar dyrnar upp á gátt.“

Það er eitt að Víðir praktíseri ekki það sem hann predikar og annað að Þórólfur beri í bætifláka fyrir hann. Það þarf…

Posted by Eiríkur Örn Norðdahl on Mánudagur, 30. nóvember 2020

Eiríkur segir að alveg burtséð frá því hvað manni finnst um tilmælin eða reglurnar er það dónaskapur við það fólk sem hefur sannarlega þurft að neita sér um allra handa mikilvæg samsæti og samneyti við sína nánustu þegar höfðingjarnir gera undantekningu fyrir sjálfa sig.

„Sú tegund sóttvarna sem þríeykið boðar virkar ekki án samstöðu – þegar sumir fórna miklu og aðrir litlu – það er einfaldlega lykilatriði að eitt gangi yfir alla.“

Reglur en bara fyrir pöbulinn

Í athugasemdum við fréttina stingur Sigurður Haraldsson niður penna og telur þær teygjanlegar reglurnar, það er þegar kemur að þeim sjálfum. En hvað með eldri borgara sem hafa verð lokaðir inni í tvígang nær heimsóknarlaust, hver er virðingin gagnvart þeim?

„Nú er þetta komið í veldisvöxt hvað ykkur í framvarðasveit varðar og hjá þeim sem stjórna landinu,“ segir Sigurður og hann telur upp nokkur dæmi sem hann segir að stangist á og séu til marks um að þarna sé ekki samræmi:

  1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð var staðin að því að sýna hópmynd af sér og sínum vinkonum að skemmta sér.
  2. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru nær allir saman á Hótel Rangá þar sem kom upp hópsmit.
  3. Þorgerður Katrín fór út úr bænum í golf.
  4. Landakot þar sem hópsmit kom upp! Stjórnvöldum var kunnugt um að húsið stæðist ekki sóttvarnir en gerðu ekkert í málunum. Landamærin voru nær opnuð upp á gátt í sumar þegar veiran var að færast í vöxt allstaðar annarsstaðar í heiminum.
  5. Víðir Reynisson bauð fólki utanað landi gistingu og fjölda fólks í heimsókn en um leið er mælst til þess að við héðan af Höfuðborgarsvæðinu förum ekki út á land.
  6. Svo eigum við þjóðin að treysta ykkur?


Tengdar fréttir


Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum sínum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Hann vill ekki segja hvað í þeim felst nákvæmlega þar sem ráðherra sé enn með þær til skoðunar en ítrekar að í ljósi bakslags í faraldrinum síðastliðna dagana telji hann ekki mikið tilefni til tilslakana.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir