0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Miklar umbætur fyrir konur: Fá loksins borgarð fæðingarorlof

Skyldulesning

Nefnd hagsmunaaðila í knattspyrnu hjá FIFA (FIFA Football Stakeholders Committee), hefur lagt til endurbætur til styrkingar á umhverfi kvennaknattspyrnu sem og umhverfi knattspyrnuþjálfara.

Endurbæturnar, sem unnar voru í samráði við hagsmunaaðila, leggja til að komið sé á fót sérstökum lágmarksviðmiðum fyrir kvenkyns knattspyrnumenn, sérstaklega með tilliti til fæðingarorlofs.

Meðal tillagna um endurbætur eru m.a.:


• Réttur til fæðingarorlofs í a.m.k. 14 vikur, þar sem leikmaður á rétt á a.m.k. 2/3 af launum sínum samkvæmt samningi á meðan fæðingarorlofi stendur.


• Þegar leikmenn snúa aftur úr fæðingarorlofi er félögum þeirra skylt að aðstoða leikmann að aðlagast að nýju og útvega leikmanni viðeigandi læknishjálp.


• Enginn leikmaður ætti að þurfa að standa illa að vígi gagnvart öðrum vegna þungunar sinnar en þannig megi tryggja betra vinnuumhverfi fyrir konur í knattspyrnu.

Nefnd hagsmunaaðila í knattspyrnu hjá FIFA samþykkti einnig nýjar tillögur til verndunar á stöðu knattspyrnuþjálfara. Þær tillögur miða einnig að því koma upp lágmarksviðmiðum í samningum þjálfara og miða að því að skýrar sé kveðið á um hvað þurfi að vera í samningum þjálfara.

Innlendar Fréttir