3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Miklu betra!

Skyldulesning

Þessi fyrri hálfleikur gegn Frökkum er miklu betri en fyrri leikirnir, gegn Rússum og Dönum. Liðið liggur ekki í vörn, eins og það gerði til að byrja með í hinum leikjunum, heldur pressar miklu framar og gerir þannig andstæðingunum miklu erfiðara fyrir – þrátt fyrir 2-0 í þessum leik.

Ljóst er að 21 árs liðið veikist ekkert til muna við það að missa fjóra stráka úr liðinu í karlaliðið. Það munar að vísu um Jón Dag en ekkert um hina. Þeir sem koma inná í staðinn eru alveg eins góðir.

Þá er loksins búið að setja Axel Þór á bekkinn, en hann er arfaslakur leikmaður og stórfurðulegt að hann hafi verið gerður að fyrirliða liðsins í byrjun mótsins.

Andri Fannar er greinilega klassa betri leikmaður.

Annar, sem er búinn að eiga góðan leik í dag, er Kolbeinn Þórðarson. Hann var tekinn út úr liðinu í leiknum gegn Dönum, sem var vægst sagt undarleg ákvörðun þjálfarans.

Annars fær þjálfarinn prik hjá mér fyrir valið á liðinu í þessum leik og fyrir það hvernig hann setur leikinn upp.

Vonandi endar þetta ekki með stórtapi – því þá er allt það sem ég skrifaði hér ofar tómt bull!


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir