Millilöndun

0
402

Hrafn Sveinbjarnarsson kom inn til Grindavíkur í morgun til millilöndunar eftir einungis 7 daga veiðiferð.
Uppistaða aflans er gulllax og verður ekki annað sagt en að þetta sé vel gert hjá Stjánagengi.
Það voru tæpir 11.000 kassar í lestinni og mest fóru tæp 52 tonn niður einn sólarhringinn! Þarna eru sko engir aukvisar á ferð…. Vel gert!!!👍

Haldið verður aftur til hafs að nýju kl 20.00 í kvöld.