1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Milljarðamæringur að kaupa stóran hlut í West Ham

Skyldulesning

Tékkneski milljarðamæringurinn Daniel Kretínský er kominn langt áleiðis í viðræðum við eigendur enska knattspyrnufélagsins West Ham United um að kaup 27 prósenta hlut í félaginu.

Kretínský á tékkneska félagið Sparta Prag og stóra hluti í póstþjónustu Bretlands og stórverslanakeðjunni Sainsburys.

Hann mun fyrst um sinn kaupa þennan 27 prósenta hlut í West Ham en með tíð og tíma er reiknað með því að hann muni kaupa stærri hlut í félaginu og taka þar með yfir eignarhaldið að meirihluta.

Stjórnarformennirnir David Gold og David Sullivan og varaformaðurinn Karren Brady hafa verið meirihlutaeigendur West Ham frá árinu 2010, þegar þau tóku við eignarhaldi félagsins af Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir