2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Milljón tonn í Breiðafirði

Skyldulesning

Bárður SH. mbl.is/Alfons Finnsson

„Það er búin að vera mokveiði undanfarið og ekki bara á Breiðafirðinum heldur allt í kringum landið,“ segir Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH, sem rær frá Rifi. „Þorskstofninn er miklu stærri en menn halda. Eftir mínum mælingum að dæma trúi ég að hér í Breiðafirðinum sé ein milljón tonna af þorski og met það út frá minni 40 ára reynslu. Ef sérfræðingarnir ætla að hrekja það þá koma þeir bara með gögn og sýna fram á það. Ég fullyrði að mín ágiskun er ekki verri en þeirra.“

Pétur segir óhætt að auka heimildir í helstu nytjategundum talsvert. Mikil fiskgengd hafi verið í vetur allt í kringum landið og í Breiðafirðinum verið mokveiði hjá þeim sem geti beitt sér vegna kvótastöðunnar.

1.180 tonn í mars

„Við sem stundum sjó djúpt og grunnt við landið og veiðum í ólík veiðarfæri skynjum að það er miklu meira af fiski í sjónum en sem nemur ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar,“ segir Pétur.

Í nýliðnum marsmánuði kom áhöfnin á Bárði með 1.180 tonn af óslægðu að landi og er það trúlega met hjá netabát í einum mánuði. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir