Milljónum dauðra fiska skolar upp nærri áströlskum bæ – DV

0
130

Íbúum í bænum Menindee, sem er í New South Wales í Ástralíu, brá nokkuð á föstudaginn þegar þeir vöknuðu upp við að milljónum dauðra fiska hafði skolað upp á árbakka í bænum. BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum þá megi rekja þennan mikla fiskadauða til mikillar hitabylgju sem hefur haft mjög slæm áhrif á Darlinga-Baaka ána.

Fyrir þremur árum varð einnig mikill fiskadauði í ánni en magnið er mun meira að þessu sinni.