„Mín kjánalegu mistök fóru með þetta“ – Vísir

0
119

Enski boltinn

„Mín kjánalegu mistök fóru með þetta“ Luke Shaw var mjög svekktur í leikslok eftir 1-0 tap Manchester United á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Getty/Robin Jones Luke Shaw tók ábyrgðina á tapi Manchester United á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Brighton skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótartíma. Alexis Mac Callister skoraði af öryggi úr vítinu.

Vítið var dæmt eftir að hornspyrna Brighton mann fór í hendina á Manchester United manninum Luke Shaw.

„I own up to it, take it on the chin. It cost us the game.

„Hands up, silly mistake.“

Luke Shaw accepted responsibility after his late handball condemned Manchester United to defeat at Brighton but also admitted frustrations at #MUFC’s attack.https://t.co/uJr2Zp2OA8

— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 5, 2023 „Síðasta mínútan og í raun það síðasta sem gerðist í leiknum. Ég fékk boltann aðeins í mig en auðvitað átti hendin mín ekki að vera þarna,“ sagði Luke Shaw við Sky Sports eftir leikinn.

„Mín kjánalegu mistök fóru með þetta. Ég tek ábyrgðina á þessu sjálfur. Þetta kostaði okkur leikinn og það er erfitt að sætta sig við þetta. Ég get samt ekki útskýrt af hverju höndin mín var þarna,“ sagði Shaw.

„Kannski fór höndin mín meira upp af því að boltinn fór í hana en hún átti samt aldrei að vera þarna,“ bætti Shaw við.

United er tveimur stigum á eftir Newcastle United og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik meira.

„Þetta breytir engu. Þetta er enn í okkar höndum. Við verðum að rífa okkur aftur upp. Liðin í kringum okkur eru að ná í stig en við eigum enn leik inni og þetta er því undir okkur komið,“ sagði Shaw.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið