0 C
Grindavik
19. janúar, 2021

Mín samsæriskenning og þín

Skyldulesning

Sunnudagur, 6. desember 2020

Mín samsæriskenning og þín

Við tvennar aðstæður verða samsæriskenningar vinsælar. Í fyrsta lagi þegar yfirvald þykist vita meira og betur en almenningur, án þess að hafa órækar sannanir. Í öðru lagi þegar ráðandi hugmyndafræði lætur undan síga en ný er enn í mótun.

Í kófinu skortir aðrar sannanir en að Kínaveiran er smitandi og getur drepið. Hvernig best er að stemma stigu við útbreiðslu er meira byggt á líkum og almennri skynsemi, sem raunar ekki ýkja almenn, þegar að er gáð, fremur en órækum sönnunum. Skiljanlega. Kínaveiran er ný af nálinni og þekking verður til jafnt og þétt, eftir því sem faraldrinum vindur fram.

Alþjóðahyggjan er sem hugmyndafræði að hrynja, nánast í þessum töluðu orðum. Alþjóðasamvinna var til skamms tíma kennisetning alls þorra stjórnmálamanna á vesturlöndum. Hugmyndafræðin varð til eftir seinna stríð, fékk fjörkipp eftir kalda stríðið en er núna í andarslitrunum. Með kjöri Trump og Brexit, hvorttveggja árið 2016, var fótunum kippt undan alþjóðahyggjunni en ekkert nýtt heildstætt er komið  í staðinn. Til marks um örvæntinguna er að elliært aflóga hross er gert að forseta Bandaríkjanna og það talið marka tímamót í endurreisn alþjóðahyggju. Neibb, sagan fer ekki í bakkgír.

Í andrúmslofti efa, tortryggni og óvissu grassera samsæriskenningar. En höfum í huga að einu sinni var samsæriskenningasmiður frá Nazaret sem fékk uppreist æru eftir sinni dag og lagði grunn að þúsund ára tímabili sögunnar sem kallast kristnar miðaldir.

Samsæriskenning í dag verður að viðteknum sannindum á morgun. Spurningin er aðeins hvaða kenning. Í millitíðinni er orðið frjálst. 


Innlendar Fréttir