-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Minkur í stuði á Seltjarnarnesi

Skyldulesning

Göngugarpar sem gengu úti við Gróttu á Seltjarnarnesi ráku upp stór augu í gær þeg­ar minkur sást hlaupa þar yfir götu og stefna á Bygg­garða. Minkar hafa mætt ofsóknum á Norðurlöndum eftir að upp komst um stökk­breytta kórónaveiru í þeim í Danmörku en í kjölfarið fyrirskipaði forsætisráð­herra Dana að öllum minkum þar í landi yrði lógað. Fyrir­skipunin stóðst þó ekki lög og er málið í pattstöðu en ótti er við að stökkbreytta veiran geti borist í menn og þar með gert bóluefnið sem von er á óvirkt.

Ekki er grunur um kóróna­veirusmit í minkabúum hérlendis en mögulegt er að strokuminkurinn hafi heyrt af ofsóknunum og stungið af.

Níu minkabú eru á Íslandi og öll úti á landi svo undar­legt þykir að sjá mink úti á Seltjarnarnesi en þó ekki óþekkt. Síðasta vetur höfðu nokkrir minkar hreiðrað um sig í grjótinu við Reykja­víkurhöfn.

Innlendar Fréttir